Fótbolti

Mörkin úr fræknum sigri í Búlgaríu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Telma Hjaltalín (til hægri) skoraði tvö marka Íslands. Hún lék með Aftureldingu í sumar en er nú flutt til Noregs þar sem hún spilar með Stabæk.
Telma Hjaltalín (til hægri) skoraði tvö marka Íslands. Hún lék með Aftureldingu í sumar en er nú flutt til Noregs þar sem hún spilar með Stabæk. Mynd/Stefán
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tók heimakonur frá Búlgaríu í kennslustund í undankeppni EM í gær.

Stelpurnar okkar unnu 5-0 sigur eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik. Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö mörk og þær Sandra María Jessen og Guðrún Karítas Sigurðardóttir sitt markið hvor. Eitt markanna var sjálfsmark Búlgara.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Ísland mætir Slóvökum í öðrum leik sínum í dag klukkan 13.30 að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×