Umfjöllun og viðtöl: Fram - Olympia HC 38-13 | Framstúlkur slátruðu Olympia HC með 25 mörkum Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 5. október 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira