Handbolti

Leikmaður í 3. flokki dæmdur í þriggja mánaða bann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmaður Fylkis missti stjórn á skapi sínu í handboltaleik í 3. flokki kvenna á dögunum gegn ÍR.

Leikmaður Fylkis ýtti þá við leikmanni ÍR með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og þá lét viðkomandi höggin dynja á ÍR-ingnum.

Fylkisstelpan fékk strax rauða spjaldið en foreldri stúlkunnar sem varð fyrir árásinni hafði samband við lögregluna og enn liggur ekki fyrir hvort lögð hafi verið fram kæra vegna líkamsárásar.

Aga- og úrskurðanefna HSÍ hefur nú dæmt í málinu og verður umræddur leikmaður í banni næstu þrjá mánuði.

„Leikmaður Fylkis fékk útilokun með skýrslu vegna grófs  ofbeldis í leik Fylkis og ÍR í 3.fl.kv. í Reykjavíkurmóti. Ljóst er að hér var um sérlega gróft ofbeldi að ræða sem gæti fallið undir íslenska hegningarlöggjöf og fellur refsing því undir 12.gr. reglugerðar um agamál. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í 3ja mánaða bann. Þar sem um tímabundið leikbann er að ræða má áfrýja úrskurðinum til dómstóls HSÍ samkvæmt 9.gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×