RIFF fær góða umfjöllun erlendis Freyr Bjarnason skrifar 15. október 2013 13:22 Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar. fréttablaðið/pjetur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira