Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2013 20:37 Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08