Svona er staðan í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 13:01 Mynd/NordicPhotos/Getty Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri. Ítalía og Holland eru einu Evrópuþjóðirnar sem eru búnar að tryggja sér sæti á Heimsmeistaramótinu en auk þeirra eru Brasilía (gestgjafar), Argentína, Ástralía, Kosta Ríka, Íran, Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin komin með farseðilinn á tuttugasta heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðu mála í riðlinum níu í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 en það verða leikir í öllum riðlinum í kvöld þótt allar þjóðirnar séu þó ekki að spila.Þessar þjóðir eiga enn möguleika á að spila í Brasilíu næsta sumar í UEFA-hluta Undankeppni HM 2014:Komnar á HM: Ítalía og HollandÖruggar með að minnsta kosti sæti í umspili: Belgía og ÞýskalandÖruggar með annað af tveimur efstu sætum riðilsins: Bosnía, Króatía, Frakkland, Grikkland og SpánnGeta enn unnið riðilinn sinn: England, Ísland, Ísrael, Svartfjallaland, Pólland, Portúgal, Rússland, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss og Úkraína.Geta enn komist í umspilið: Albanía, Armenía, Austurríki, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Ungverjaland, Noregur, Írland, Rúmenía og Tyrkland.Staðan í A-riðli: Belgía og Króatía verða í efstu tveimur sætunum og ekkert annað lið í riðlinum á lengur möguleika á HM –sæti. Belgar sem eru með fimm stiga forskot á Króata þurfa bara eitt stig í Króatíu í kvöld til þess að tryggja sér sæti á HM en þá mætast tvö efstu lið riðilsins:Staðan í B-riðli: Ítalir eru með sjö stiga forskot á toppi riðilsins og hafa tryggt sér sæti á HM. Búlgaría (13 stig), Danmörk (12), Tékkland (9) og Armenía (9) eiga enn möguleika á því að komast í umspilið. Danir þurfa helst að vinna bæði Ítalíu (heima í kvöld) og Andorra á þriðjudaginn auk þess að treysta á það að Búlgarar tapi stigum á móti Armeníu (úti í kvöld) og Tékklandi (heima).Staðan í C-riðli Þjóðverjar eru með fimm stiga forskot á Svía og nægir í raun jafntefli á móti Írlandi á heimavelli í kvöld því þýska liðið er með svo góða markatölu. Svíar eru þremur stigum á undan Austurríki en Austurríkismenn geta náð öðru sætinu með sigri á Friends Arena í Solna í kvöld. Austurríki á síðan Færeyjar í lokaleiknum á sama tíma og Svíar mæta Þjóðverjum á heimavelli. Írar eru sex stigum á eftir Svíum og eiga því bara tölfræði-möguleika á sæti á HM.Staðan í D-riðli Hollendingar eru með átta stiga forskot og búnir að vinna riðilinn. Það er mikil spenna í baráttunni um annað sætið þar sem Ungverjar eru með 14 stig en bæði Tyrkland og Rúmeníu eru bara einu stigi á eftir. Ungverjar þurfa að heimsækja Hollendinga í kvöld og mæta svo Andorra í lokaleiknum. Tyrkland hefur bestu markatöluna af liðunum sem eru að berjast um annað sætið en Tyrkir heimsækja Eistland í kvöld og taka síðan á móti Hollandi í lokaleiknum. Rúmenar eiga kannski léttustu verkefnin en þeir mæta Andorra (úti) og Eistlandi (heima) í lokaleikjum sínum.Staðan í E-riðli Sviss er með fimm stiga forskot á Ísland og tryggir sér sigur í riðlinum og sæti á HM með sigri í Albaníu í kvöld. Ísland er með eins stigs forskot á Slóveníu, tveggja stiga forskot á Noreg og þriggja stiga forskot á Albaníu en allar þessar þjóðir eiga möguleika á sæti í umspilinu. Ísland fær botnlið Kýpur í heimsókn í kvöld og spilar síðan við Noreg í Osló í lokaleiknum. Slóvenar taka á móti Noregi í kvöld og heimsækja svo Sviss í lokaleiknum. Albanir fá topplið Sviss í heimsókn í kvöld en heimsækja svo botnlið Kýpur í lokaumferðinni.Staðan í F-riðli Rússar eru með eins stigs forskot á Portúgal og Ísrael er síðan fimm stigum á eftir Portúgölum. Þetta er því í raun aðeins keppni á milli Rússlands og Portúgals um hvor þjóðin fer beint á HM og hvor þjóðin þarf að fara í gegnum umspilið. Rússar eiga eftir útileiki á móti tveimur neðstu liðum riðilsins, Lúxemborg og Aserbaídsjan, en Portúgal bíður heimaleikir við Ísrael og Lúxemborg.Staðan í G-riðli Bosnía og Grikkland eru efst og jöfn með 19 stig og verða annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti riðilsins því það eru sjö stig í Slóvakíu sem er í þriðja sætinu. Bosníumenn eiga eftir heimaleik við Liechtenstein og útileik í Litháen auk þess að vera með mun betri markatölu en gríska liðið. Grikkir mæta Slóvakíu og Liechtenstein í lokaleikjum sínum og eru þeir báðir í Grikklandi.Staðan í H-riðli Englendingar eru með eins stigs forskot á Úkraínu og Svartfjallaland og þriggja stiga forskot á Pólland en allar þessar þjóðir geta ennþá unnið riðilinn. England á eftir heimaleiki á móti Svartfjallalandi og Póllandi og kemst beint á HM með sigri í þeim báðum. England er líka með langbestu markatöluna af efstu liðum riðilsins. Svartfjallaland fylgir eftir leik á Wembley með því að fá Moldavíu í heimsókn en Pólverjar fara til Úkraínu í kvöld áður en leiðin liggur á Wembley. Úkraína mætir San Marínó í lokaleik sínum.Staðan í I-riðli Spánn og Frakkland eru örugg með tvö efstu sætin í riðlinum. Liðin eru jöfn að stigum en Spánverjar eru bæði með betri markatölu auk þess að eiga eftir leik meira. Spánn á eftir heimaleiki við Hvíta-Rússland og Georgíu en Frakkar leika síðasta leikinn sinn á heimavelli á móti Finnlandi á þriðjudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri. Ítalía og Holland eru einu Evrópuþjóðirnar sem eru búnar að tryggja sér sæti á Heimsmeistaramótinu en auk þeirra eru Brasilía (gestgjafar), Argentína, Ástralía, Kosta Ríka, Íran, Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin komin með farseðilinn á tuttugasta heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðu mála í riðlinum níu í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 en það verða leikir í öllum riðlinum í kvöld þótt allar þjóðirnar séu þó ekki að spila.Þessar þjóðir eiga enn möguleika á að spila í Brasilíu næsta sumar í UEFA-hluta Undankeppni HM 2014:Komnar á HM: Ítalía og HollandÖruggar með að minnsta kosti sæti í umspili: Belgía og ÞýskalandÖruggar með annað af tveimur efstu sætum riðilsins: Bosnía, Króatía, Frakkland, Grikkland og SpánnGeta enn unnið riðilinn sinn: England, Ísland, Ísrael, Svartfjallaland, Pólland, Portúgal, Rússland, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss og Úkraína.Geta enn komist í umspilið: Albanía, Armenía, Austurríki, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Ungverjaland, Noregur, Írland, Rúmenía og Tyrkland.Staðan í A-riðli: Belgía og Króatía verða í efstu tveimur sætunum og ekkert annað lið í riðlinum á lengur möguleika á HM –sæti. Belgar sem eru með fimm stiga forskot á Króata þurfa bara eitt stig í Króatíu í kvöld til þess að tryggja sér sæti á HM en þá mætast tvö efstu lið riðilsins:Staðan í B-riðli: Ítalir eru með sjö stiga forskot á toppi riðilsins og hafa tryggt sér sæti á HM. Búlgaría (13 stig), Danmörk (12), Tékkland (9) og Armenía (9) eiga enn möguleika á því að komast í umspilið. Danir þurfa helst að vinna bæði Ítalíu (heima í kvöld) og Andorra á þriðjudaginn auk þess að treysta á það að Búlgarar tapi stigum á móti Armeníu (úti í kvöld) og Tékklandi (heima).Staðan í C-riðli Þjóðverjar eru með fimm stiga forskot á Svía og nægir í raun jafntefli á móti Írlandi á heimavelli í kvöld því þýska liðið er með svo góða markatölu. Svíar eru þremur stigum á undan Austurríki en Austurríkismenn geta náð öðru sætinu með sigri á Friends Arena í Solna í kvöld. Austurríki á síðan Færeyjar í lokaleiknum á sama tíma og Svíar mæta Þjóðverjum á heimavelli. Írar eru sex stigum á eftir Svíum og eiga því bara tölfræði-möguleika á sæti á HM.Staðan í D-riðli Hollendingar eru með átta stiga forskot og búnir að vinna riðilinn. Það er mikil spenna í baráttunni um annað sætið þar sem Ungverjar eru með 14 stig en bæði Tyrkland og Rúmeníu eru bara einu stigi á eftir. Ungverjar þurfa að heimsækja Hollendinga í kvöld og mæta svo Andorra í lokaleiknum. Tyrkland hefur bestu markatöluna af liðunum sem eru að berjast um annað sætið en Tyrkir heimsækja Eistland í kvöld og taka síðan á móti Hollandi í lokaleiknum. Rúmenar eiga kannski léttustu verkefnin en þeir mæta Andorra (úti) og Eistlandi (heima) í lokaleikjum sínum.Staðan í E-riðli Sviss er með fimm stiga forskot á Ísland og tryggir sér sigur í riðlinum og sæti á HM með sigri í Albaníu í kvöld. Ísland er með eins stigs forskot á Slóveníu, tveggja stiga forskot á Noreg og þriggja stiga forskot á Albaníu en allar þessar þjóðir eiga möguleika á sæti í umspilinu. Ísland fær botnlið Kýpur í heimsókn í kvöld og spilar síðan við Noreg í Osló í lokaleiknum. Slóvenar taka á móti Noregi í kvöld og heimsækja svo Sviss í lokaleiknum. Albanir fá topplið Sviss í heimsókn í kvöld en heimsækja svo botnlið Kýpur í lokaumferðinni.Staðan í F-riðli Rússar eru með eins stigs forskot á Portúgal og Ísrael er síðan fimm stigum á eftir Portúgölum. Þetta er því í raun aðeins keppni á milli Rússlands og Portúgals um hvor þjóðin fer beint á HM og hvor þjóðin þarf að fara í gegnum umspilið. Rússar eiga eftir útileiki á móti tveimur neðstu liðum riðilsins, Lúxemborg og Aserbaídsjan, en Portúgal bíður heimaleikir við Ísrael og Lúxemborg.Staðan í G-riðli Bosnía og Grikkland eru efst og jöfn með 19 stig og verða annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti riðilsins því það eru sjö stig í Slóvakíu sem er í þriðja sætinu. Bosníumenn eiga eftir heimaleik við Liechtenstein og útileik í Litháen auk þess að vera með mun betri markatölu en gríska liðið. Grikkir mæta Slóvakíu og Liechtenstein í lokaleikjum sínum og eru þeir báðir í Grikklandi.Staðan í H-riðli Englendingar eru með eins stigs forskot á Úkraínu og Svartfjallaland og þriggja stiga forskot á Pólland en allar þessar þjóðir geta ennþá unnið riðilinn. England á eftir heimaleiki á móti Svartfjallalandi og Póllandi og kemst beint á HM með sigri í þeim báðum. England er líka með langbestu markatöluna af efstu liðum riðilsins. Svartfjallaland fylgir eftir leik á Wembley með því að fá Moldavíu í heimsókn en Pólverjar fara til Úkraínu í kvöld áður en leiðin liggur á Wembley. Úkraína mætir San Marínó í lokaleik sínum.Staðan í I-riðli Spánn og Frakkland eru örugg með tvö efstu sætin í riðlinum. Liðin eru jöfn að stigum en Spánverjar eru bæði með betri markatölu auk þess að eiga eftir leik meira. Spánn á eftir heimaleiki við Hvíta-Rússland og Georgíu en Frakkar leika síðasta leikinn sinn á heimavelli á móti Finnlandi á þriðjudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira