„Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni?“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. október 2013 10:38 Kristinn Hrafnsson segir myndina fara frjálslega með staðreyndir af handritinu að dæma. The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira