Handbolti

Haukar úr leik í EHF-bikarnum

Sigmar Sigfússon skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Haukar mættu Benfica í 2. umferð EHF-bikarsins á Ásvöllum í dag. Haukar töpuðu leiknum 22-34 og eru dottnir út úr Evrópukeppni þetta árið. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikinn í dag en Haukar töpuðu illa í fyrri leik liðanna út í Portúgal.

Fyrri leikurinn fór 34-19 og samtals fóru leikirnir 68-51. Haukar áttu aldrei möguleika í leiknum í dag og Benfica fer örugglega áfram í 3. umferð EHF-bikarsins.

Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og þar munar um minna.

Benfica náði forystu snemma í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu.

Adam Haukur Baumruk skoraði sjö mörk í leiknum og Einar Pétur Pétursson sex mörk.

Haukar mæta Akureyri í Olís-deildinni á fimmtudag og Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við Vísi á dögunum að Sigurbergur yrði klár í þann leik






Fleiri fréttir

Sjá meira


×