Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:20 Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41
Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48
Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02