"Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 11:59 Jón Gnarr ætlar að hætta sem borgarstjóri í vor. Mynd/GVA „Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“ Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira