Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 11:19 Bæði Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus. Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“ Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira