Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 29-21 | HK sá ekki til sólar Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 7. nóvember 2013 09:59 Frábær byrjun síðari hálfleiks var lykillinn að sigri Hauka gegn HK í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 29-21 fyrir heimamenn í Haukum. Staðan í hálfleik var 12-7. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik þó Haukarnir hefðu ávallt verið skrefi á undan gestunum. HK skoraði fyrsta markið en eftir það tóku Haukarnir forystuna og héldu henni út allan leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks var eins og heimamenn hefðu skipt úr þriðja í fimmta gír og þeir gjörsamlega keyrðu yfir lánlaust HK-lið. 8-1 kafli og staðan orðin 20-8 og ballinu svo gott sem lokið. Eftir það rokkaði munurinn smá en endaði svo í átta marka sigri, en Haukarnir slökuðu á undir lokin við litla hrifningu þjálfarans, Patreks Jóhannessonar. Sigurbergur Sveinsson átti fínan dag í liði Hauka og skoraði sex mörk. Þeir Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Bamruk komu næstir með fjögur mörk. Allir útileikmenn liðsins skoruðu nema Jónatan Ingi Jónsson. Einnig er vert að minnast á markvörðinn Giedrius Morkunas sem var með yfir 60% markvörslu á afmælisdegi sínum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var algjör yfirburðarmaður í liði HK, en hann tæpan helming marka liðsins eða tíu talsins. Næstur kom Atli Karl Bachmann. HK enn á botninum án sigurs, á meðan Haukarnir eru á toppnumPatrekur: Eigum að geta gert betur "Ég er ánægður með sigurinn og tvö stig, en við eigum að geta spilað betur. Við vorum staðir í byrjun og áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Þetta var svolítið hægt, en byrjunin í síðari hálfleik var mjög góð. Þá náðum við að sýna hvað við getum og varnarleikurinn var þá góður og markvarslan fín. Stigin eru góð, en við eigum að geta gert betur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Aðspurður hvað hann sæi helst jákvætt við leikinn í dag svaraði Patrekur. "Það eru nátturlega bara tvö stigin sem við fáum. Það er sama hvort maður spilar illa eða vel og vinnur, þú færð alltaf tvö stig - þetta snýst um að ná í stig. Varnarlega vorum við ekki alveg að klára brotin sérstaklega í lok leiksins. Jákvæða er byrjunin í síðari hálfleik þar sem við klárum leik. "Toppurinn er okkar, en það er bara 1/3 búinn. Þetta er allt svo þétt, þetta er bara rétt að byrja. Það er nóg eftir og við þurfum bara koma miklu grimmari í næsta leik," sagði Patrekur við Vísi að lokum.Samúel: Vissum að þetta yrði erfiður vetur "Ég varð bara fyrir smá vonbrigðum fyrir hönd strákana. Mér fannst þeir spila flottan fyrri hálfleik, komu með rétt hugarfar inn í leikinn, en við brotnum bara alltof auðveldlega. Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sérðu hvert leikurinn stendur. Það er komið ákveðið vonleysi í okkar leik, sérstaklega sóknarlega og það smitar bara út frá sér," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. "Við náum ekki að leysa varnarleikinn hjá þeim, 6-0, þarna í byrjun síðari hálfleik. Það kom mér smá á óvart því það hefur ekki verið nein vandræði fyrir okkur hingað til. Það er bara það sem skilur á milli og þeir skora 9-1 eða eitthvað álíka og þá sérðu bara hvert þetta er að fara." Er Samúel orðinn stressaður að fyrsti sigurinn sé ekkert á leiðinni strax? "Ég ætla ekkert að neita því að ég væri alveg til í að vera með einn eða tvo. Við vissum að þetta yrði erfiður vetur og við erum bara vinna að ná mestu út úr okkar leikmönnum og reyna finna leiðir til að kveikja á eitthverjum neista og finna lausnir á þeim vanda sem er í okkar leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Frábær byrjun síðari hálfleiks var lykillinn að sigri Hauka gegn HK í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 29-21 fyrir heimamenn í Haukum. Staðan í hálfleik var 12-7. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik þó Haukarnir hefðu ávallt verið skrefi á undan gestunum. HK skoraði fyrsta markið en eftir það tóku Haukarnir forystuna og héldu henni út allan leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks var eins og heimamenn hefðu skipt úr þriðja í fimmta gír og þeir gjörsamlega keyrðu yfir lánlaust HK-lið. 8-1 kafli og staðan orðin 20-8 og ballinu svo gott sem lokið. Eftir það rokkaði munurinn smá en endaði svo í átta marka sigri, en Haukarnir slökuðu á undir lokin við litla hrifningu þjálfarans, Patreks Jóhannessonar. Sigurbergur Sveinsson átti fínan dag í liði Hauka og skoraði sex mörk. Þeir Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Bamruk komu næstir með fjögur mörk. Allir útileikmenn liðsins skoruðu nema Jónatan Ingi Jónsson. Einnig er vert að minnast á markvörðinn Giedrius Morkunas sem var með yfir 60% markvörslu á afmælisdegi sínum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var algjör yfirburðarmaður í liði HK, en hann tæpan helming marka liðsins eða tíu talsins. Næstur kom Atli Karl Bachmann. HK enn á botninum án sigurs, á meðan Haukarnir eru á toppnumPatrekur: Eigum að geta gert betur "Ég er ánægður með sigurinn og tvö stig, en við eigum að geta spilað betur. Við vorum staðir í byrjun og áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Þetta var svolítið hægt, en byrjunin í síðari hálfleik var mjög góð. Þá náðum við að sýna hvað við getum og varnarleikurinn var þá góður og markvarslan fín. Stigin eru góð, en við eigum að geta gert betur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Aðspurður hvað hann sæi helst jákvætt við leikinn í dag svaraði Patrekur. "Það eru nátturlega bara tvö stigin sem við fáum. Það er sama hvort maður spilar illa eða vel og vinnur, þú færð alltaf tvö stig - þetta snýst um að ná í stig. Varnarlega vorum við ekki alveg að klára brotin sérstaklega í lok leiksins. Jákvæða er byrjunin í síðari hálfleik þar sem við klárum leik. "Toppurinn er okkar, en það er bara 1/3 búinn. Þetta er allt svo þétt, þetta er bara rétt að byrja. Það er nóg eftir og við þurfum bara koma miklu grimmari í næsta leik," sagði Patrekur við Vísi að lokum.Samúel: Vissum að þetta yrði erfiður vetur "Ég varð bara fyrir smá vonbrigðum fyrir hönd strákana. Mér fannst þeir spila flottan fyrri hálfleik, komu með rétt hugarfar inn í leikinn, en við brotnum bara alltof auðveldlega. Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sérðu hvert leikurinn stendur. Það er komið ákveðið vonleysi í okkar leik, sérstaklega sóknarlega og það smitar bara út frá sér," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. "Við náum ekki að leysa varnarleikinn hjá þeim, 6-0, þarna í byrjun síðari hálfleik. Það kom mér smá á óvart því það hefur ekki verið nein vandræði fyrir okkur hingað til. Það er bara það sem skilur á milli og þeir skora 9-1 eða eitthvað álíka og þá sérðu bara hvert þetta er að fara." Er Samúel orðinn stressaður að fyrsti sigurinn sé ekkert á leiðinni strax? "Ég ætla ekkert að neita því að ég væri alveg til í að vera með einn eða tvo. Við vissum að þetta yrði erfiður vetur og við erum bara vinna að ná mestu út úr okkar leikmönnum og reyna finna leiðir til að kveikja á eitthverjum neista og finna lausnir á þeim vanda sem er í okkar leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn