Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2013 12:45 Bíllinn sem Gunnar og félagar óku. Mynd/Haraldur Dean Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram. Íþróttir MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram.
Íþróttir MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira