Eiður Smári táraðist í sjónvarpsviðtali: Minn síðasti landsleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 21:33 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Daníel Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira