"Reyndi í einhverri geðhræringu að spenna beltið þegar rútan valt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:15 Vinirnir saman komnir á Þingvöllum í dag. Frá vinstir; Edmund Lo, Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael Lu. mynd / valli Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi. Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi.
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira