Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór í viðtali hjá Sports Illustrated Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 15:57 Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska landsliðinu. Mynd/AFP „Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
„Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira