Veðurstofan spáir stormi víða um land í dag og rigningu fyrir norðan og austan. Það fer hinsvegar að snjóa suðvestanlands eftir hádegi, en verður vart nema slydda á höfuðborgarsvæðinu þar til úrkoman breytist í rigningu.
Hálka er á vegum um allt land en hvergi er ófært. Sáralítil umferð var um þjóðvegina í nótt, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar og ekki hafa borist fregnir af óhöppum eða slysum. Og það er stormspá fyrir öll mið og djúp umhverfis landið og sárafá skip á sjó.

