Innlent

Lítið um umferðaróhöpp þrátt fyrir aftakaveður

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Nokkur hálka eða krap hefur myndast eftir hádegið og bílar hafa verið að renna til þess vegna.
Nokkur hálka eða krap hefur myndast eftir hádegið og bílar hafa verið að renna til þess vegna. mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þrátt fyrir það aftakaveður sem nú gengur yfir suðvesturhornið hefur verið lítið um umferðaróhöpp. Lögreglan á höfðurborgarsvæðinu segir að eitthvað hafi verið um minni háttar árekstra, þar sem bílar hafi verið að rekast saman.

Nokkur hálka eða krap hefur myndast eftir hádegið og bílar hafa verið að renna til þess vegna.

Lögrelgan segir að umferðin hafi reyndar ekki verið mikil í dag. Lögreglan minnir fólk á að fara varlega og gefa sér tíma. Ökumenn eigi alltaf að hafa það í huga að aka eftir aðstæðum hverju sinni og þegar veðrið sé eins í dag eigi fólk ekki að keyra á vanbúnum bílum. 

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að þar sé rok og rigning en engin hálka. Þar segja menn að ekkert stórvægilegt hafi enn gerst í veðrinu en klæðing hafi þó fokið af einu húsi. Það var þó ekki verra en svo að eigandinn réði við það sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×