Innlent

Trampólín, klæðingar og brak fýkur til - Björgunarsveitir kallaðar út

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd úr safni
Mynd úr safni
Björgunarsveitin í Hafnarfirði var fengin til þess að loka veginum við Bláfjöll, Hafnarfjarðarmegin. Þar er stormur og brak úr skálanum sem brann í nótt fýkur yfir veginn. Björgunarsveitin í Hafnarfirði hefur einnig aðstoðað ferðamenn við að komast af svæðinu og til byggða. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbjargar.

Björgunarsveitin Suðurnes var einnig kölluð út í dag til þess að eltast við fjúkandi trampólín. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út til þess að festa klæðningu sem var að losna af húsi og Björgunarfélag Akraness var kölluð í sams konar verkefni.

Slæmt veður gengur nú yfir landið og brýnir Slysavarnafélagið Landsbjörg landsmenn til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og þá eingöngu á vel búnum bifreiðum. Einnig eigi fólk að ganga tryggilega frá lausum munum í sínu nánasta umhverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×