Uppdráttarsýki áfram í Reykjavík? 25. nóvember 2013 09:06 „Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
„Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun