Innlent

Björgunarsveitarmenn sækja stúlkur í sjálfheldu

Fjórar stúlkur, á aldrinum 10-12 ára lentu nú fyrir skömmu í vandræðum fyrir ofan sumarbústaðahverfi rétt austan Laugavatns en þær villtust í myrkrinu. Tvær þeirra skiluðu sér síðan í bústað og létu vita að hinar væru í sjálfheldu í fjallinu.

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út en í fyrstu var talið að leita þyrfti að stúlkunum þar sem staðsetning þeirra var ekki ljós. Lögreglan fór strax áleiðis upp fjallið og heyrir nú til stúlknanna. Hjá þeim er nú líka einn fullorðinn einstaklingur sem fór að leita þeirra.

Steingrímur Jónsson, í svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu, segir að björgunarsveitarmenn á broddum séu nú á leiðinni að aðstoða en mikill klaki og hálka er í hlíðinni. Þegar þeir koma á svæðið verður tekin ákvörðun um framhaldið, það er hvort óhætt sé að leiða fólkið niður hlíðina eða hvort fara þarf upp fyrir það og setja upp tryggingar og línur til að koma þeim niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×