Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Sviss 26-21 | Flottur sigur á Sviss 30. nóvember 2013 13:21 Þórey Rósa Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Íslands. Mynd/Stefán Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.” Íslenski handboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira