Walter hefði betur hlustað á Saul – Nýir þættir um lögmanninn í framleiðslu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 10:33 Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. mynd/365 Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira