Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:59 Mál konunnar sem olli dauða Lovísu Hrundar var þingfest fyrir dómi í gær. Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira