Foreldrar á barnajólaballi: Ósáttir við klúrt jólalag Ingós Veðurguðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. desember 2013 11:17 Jólaballið var haldið í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar. Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent