Brjálað að gera í bíó í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. desember 2013 14:28 Starfsmenn kvikmyndahúsanna segja annan í jólum einn mesta bíódag ársins. Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira