Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2013 10:27 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira