Gróðavegur – 3,5% afnotagjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar