
Samningar og sérlausnir
Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.
Málamiðlanir
Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð.
Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni.
Skoðun

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar