Endurnýja þarf stjórnsýsluna Haukur Arnþórsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun