Reddar ríkið því? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. janúar 2013 06:00 Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun