Drættir í heildarmynd óskast Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Nýting orkulinda hefur að verulegu leyti byggst á orkufrekum iðnaði. Endalausar deilur vakna um raforkuverð, iðjuver, sæstreng og hvaða ár eða jarðhitasvæði megi virkja. Litlu hefur þar miðað til lendingar. Einfaldar staðreyndir heyrast varla, t.d. að 500-600 MW þurfi til að koma til móts við íbúaþróun og hægan vöxt venjulegra umsvifa fram til 2050 – hvað þá ef framleiða á vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur og flota. Með þessu er fátt eitt nefnt sem miklu máli skiptir um framvindu orkumála í landinu. Raforkuauðlindir okkar næstu fjörutíu árin eru afar takmarkaðar að öllu óbreyttu; innan við tvöföldun núverandi afls ef allt er til tekið – en sem ekki verður raungert vegna margvíslegra sjónarmiða er þarf að sætta. Þar hljóta að koma inn atriði eins og áhersla á innlenda nýtingu raforku til að framleiða t.d. mat, eldsneyti og hátæknivörur. Þar duga stefnuyfirlýsingar í skýrslum skammt.Stærstu flotarnir Stærsti bílafloti heims og stærsti fiskiskipafloti heims (miðað við höfðatölu) ásamt mörg hundruð vöruflutningabílum, 800 þúsund tonna álframleiðsla á ári og útblástur jarðhitaorkuvera skipa Íslendingum á bekk með mengunarglöðustu þjóðum. Gildir þá einu þótt við losum aðeins einn þúsundasta af gróðurhúsalofttegundum heims. Deilur eða umræður um þá stöðu og úrbætur eru fremur hljóðar. Ástæðurnar eru nokkrar. Ein er sú að allt of margir hafa enn ekki gert sér fulla grein fyrir hve langt kolefnisbrennsla og gróðurhnignun á heimsvísu hefur leitt mannkynið, hvað sem öllum náttúrulegum hitasveiflum líður. Allt of margir sjá ekki hve langt hlýnunin mun ná næstu áratugi, jafnvel þótt dregið verði úr gaslosun og hve fokdýrum vanda við verðum að taka á, bara í ljósi sjávarborðshækkunarinnar. Allt of margir hér, en þó sérlega meðal stórþjóðanna, halda í þá tálsýn að hlýnunin eigi sér náttúrulegar orsakir að mestu og fljótlega snúist þróunin við. Ekki einu sinni sú staðreynd að í fyrsta sinn á milljón árum gengur koltvísýringsaukningin á undan hlýnun en verður ekki eftir meginhlýnunina eins og við náttúrulegar sveiflur. Heldur ekki sú staðreynd að árleg aukning gasmagnsins í lofti er hraðari en verið hefur á öðrum hlýindaskeiðum í 800 þúsund ár og magnið að ná áður óþekktum hæðum. Pollýönnuleikur dugar skammt þegar alvaran er annars vegar. Vissulega ber að virða og þakka tryggð Íslands, vegna starfa stjórnvalda og þá einkum umhverfisráðuneytsins, við Kyoto-bókunina - eins þótt sagan muni dæma hana sem lítils megnuga í heild, frá 1997, því miður. Samkomulagið var framlengt til 2020 í Doha, með átaki allmargra þjóða sem standa fyrir aðeins 15% losunar gróðurhúsalofttegunda. Þarna erum við meðal skynsamari þjóðanna, svo langt sem það nær.Þolmörkin Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka losun gasanna um 20%. Þá þarf meiri umræður, samstöðu, skýr markmið, skilvirkar lausnir og skilning á að í raun verður að gera betur, bæði heima og heiman. Vonin um að þjóðir heims geri með sér bindandi losunarsamning sem innan þriggja ára er enn afar dauf. Ég bendi á að inn í umræður um samdrátt við losun hér á landi verður að blanda hugmyndum eða áætlunum um leit og hugsanlega vinnslu dýrrar olíu norðan við Ísland, bæði á Drekasvæði (okkar torfa) og við Grænland (annarra torfur). Mikið vinnsludýpi á fyrrnefnda svæðinu og gríðarlegt rek stórra borgarísjaka við Austur-Grænland setja olíuvinnsluna í flokk óþolandi áhættuatriða, svo ekki sé minnst á önnur hæpin úrlausnarefni við gas- eða olíuvinnsluna, jafnvel kolavinnslu í norðrinu. En það allt er þó léttvægara en að ætla sér yfirhöfuð að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti í auknum mæli næstu áratugi. Sannarlega liggja miklir peningar í norðurslóðaolíunni, ef hún er vinnanleg, en útilokað að láta eins og reynslan af rangri stefnu í náttúrunytjum (skógar, mýrar, síld, virkjunarstefna á öldinni sem leið o.s.frv.) kenni okkur ekki neitt. Skammsýn sölumennska á heldur ekki við. Finnist olía á norðurslóðum og verði unnt að teygja þolmörk heimsins til að vinna hana á fáeinum forsvaranlegum stöðum, má aðeins nota hana sem takmarkaða auðlind í efnaiðnaði. Þetta eiga að vera tímabundin skilaboð Íslendinga um leið og þeir stuðla áfram að samvinnu þjóða um nýtingu og siglingar á norðurslóðum. Olíuleit er ekki sjálfvirk ávísun á vinnslu en ástand í loftslagsbeltum jarðar verður brátt sjálfvirkur loki á síaukna losun gróðurhúsalofttegunda, eins þótt ársmeðalhiti heims hækki aðeins um 2 stig í stað 0,8 °C sem nú þegar valda víðtækum jákvæðum og neikvæðum umhverfisbreytingnum. Meira að segja hörðustu efasemdarmenn í loftslagsmálum vita að þar liggja þolmörkin. Vanti einhvern hlutlægar upplýsingar um kolefnisbúskap jarðar má benda á nýja bók Sigurðar R. Gíslasonar: Kolefnishringrásin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Nýting orkulinda hefur að verulegu leyti byggst á orkufrekum iðnaði. Endalausar deilur vakna um raforkuverð, iðjuver, sæstreng og hvaða ár eða jarðhitasvæði megi virkja. Litlu hefur þar miðað til lendingar. Einfaldar staðreyndir heyrast varla, t.d. að 500-600 MW þurfi til að koma til móts við íbúaþróun og hægan vöxt venjulegra umsvifa fram til 2050 – hvað þá ef framleiða á vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur og flota. Með þessu er fátt eitt nefnt sem miklu máli skiptir um framvindu orkumála í landinu. Raforkuauðlindir okkar næstu fjörutíu árin eru afar takmarkaðar að öllu óbreyttu; innan við tvöföldun núverandi afls ef allt er til tekið – en sem ekki verður raungert vegna margvíslegra sjónarmiða er þarf að sætta. Þar hljóta að koma inn atriði eins og áhersla á innlenda nýtingu raforku til að framleiða t.d. mat, eldsneyti og hátæknivörur. Þar duga stefnuyfirlýsingar í skýrslum skammt.Stærstu flotarnir Stærsti bílafloti heims og stærsti fiskiskipafloti heims (miðað við höfðatölu) ásamt mörg hundruð vöruflutningabílum, 800 þúsund tonna álframleiðsla á ári og útblástur jarðhitaorkuvera skipa Íslendingum á bekk með mengunarglöðustu þjóðum. Gildir þá einu þótt við losum aðeins einn þúsundasta af gróðurhúsalofttegundum heims. Deilur eða umræður um þá stöðu og úrbætur eru fremur hljóðar. Ástæðurnar eru nokkrar. Ein er sú að allt of margir hafa enn ekki gert sér fulla grein fyrir hve langt kolefnisbrennsla og gróðurhnignun á heimsvísu hefur leitt mannkynið, hvað sem öllum náttúrulegum hitasveiflum líður. Allt of margir sjá ekki hve langt hlýnunin mun ná næstu áratugi, jafnvel þótt dregið verði úr gaslosun og hve fokdýrum vanda við verðum að taka á, bara í ljósi sjávarborðshækkunarinnar. Allt of margir hér, en þó sérlega meðal stórþjóðanna, halda í þá tálsýn að hlýnunin eigi sér náttúrulegar orsakir að mestu og fljótlega snúist þróunin við. Ekki einu sinni sú staðreynd að í fyrsta sinn á milljón árum gengur koltvísýringsaukningin á undan hlýnun en verður ekki eftir meginhlýnunina eins og við náttúrulegar sveiflur. Heldur ekki sú staðreynd að árleg aukning gasmagnsins í lofti er hraðari en verið hefur á öðrum hlýindaskeiðum í 800 þúsund ár og magnið að ná áður óþekktum hæðum. Pollýönnuleikur dugar skammt þegar alvaran er annars vegar. Vissulega ber að virða og þakka tryggð Íslands, vegna starfa stjórnvalda og þá einkum umhverfisráðuneytsins, við Kyoto-bókunina - eins þótt sagan muni dæma hana sem lítils megnuga í heild, frá 1997, því miður. Samkomulagið var framlengt til 2020 í Doha, með átaki allmargra þjóða sem standa fyrir aðeins 15% losunar gróðurhúsalofttegunda. Þarna erum við meðal skynsamari þjóðanna, svo langt sem það nær.Þolmörkin Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka losun gasanna um 20%. Þá þarf meiri umræður, samstöðu, skýr markmið, skilvirkar lausnir og skilning á að í raun verður að gera betur, bæði heima og heiman. Vonin um að þjóðir heims geri með sér bindandi losunarsamning sem innan þriggja ára er enn afar dauf. Ég bendi á að inn í umræður um samdrátt við losun hér á landi verður að blanda hugmyndum eða áætlunum um leit og hugsanlega vinnslu dýrrar olíu norðan við Ísland, bæði á Drekasvæði (okkar torfa) og við Grænland (annarra torfur). Mikið vinnsludýpi á fyrrnefnda svæðinu og gríðarlegt rek stórra borgarísjaka við Austur-Grænland setja olíuvinnsluna í flokk óþolandi áhættuatriða, svo ekki sé minnst á önnur hæpin úrlausnarefni við gas- eða olíuvinnsluna, jafnvel kolavinnslu í norðrinu. En það allt er þó léttvægara en að ætla sér yfirhöfuð að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti í auknum mæli næstu áratugi. Sannarlega liggja miklir peningar í norðurslóðaolíunni, ef hún er vinnanleg, en útilokað að láta eins og reynslan af rangri stefnu í náttúrunytjum (skógar, mýrar, síld, virkjunarstefna á öldinni sem leið o.s.frv.) kenni okkur ekki neitt. Skammsýn sölumennska á heldur ekki við. Finnist olía á norðurslóðum og verði unnt að teygja þolmörk heimsins til að vinna hana á fáeinum forsvaranlegum stöðum, má aðeins nota hana sem takmarkaða auðlind í efnaiðnaði. Þetta eiga að vera tímabundin skilaboð Íslendinga um leið og þeir stuðla áfram að samvinnu þjóða um nýtingu og siglingar á norðurslóðum. Olíuleit er ekki sjálfvirk ávísun á vinnslu en ástand í loftslagsbeltum jarðar verður brátt sjálfvirkur loki á síaukna losun gróðurhúsalofttegunda, eins þótt ársmeðalhiti heims hækki aðeins um 2 stig í stað 0,8 °C sem nú þegar valda víðtækum jákvæðum og neikvæðum umhverfisbreytingnum. Meira að segja hörðustu efasemdarmenn í loftslagsmálum vita að þar liggja þolmörkin. Vanti einhvern hlutlægar upplýsingar um kolefnisbúskap jarðar má benda á nýja bók Sigurðar R. Gíslasonar: Kolefnishringrásin.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar