Tölum saman um betri hverfi Jón Gnarr skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun