ESB-viðræður verði ekki að bitbeini í kosningabaráttu 15. janúar 2013 07:00 Til stóð að halda ráðstefnu milli Íslands og ESB í vor en því verður frestað fram yfir kosningar hið minnsta, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna. Fréttablaðið/Þorgils Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is Kosningar 2013 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is
Kosningar 2013 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira