Stjórnarskráin: Lengi getur gott batnað Þorkell Helgason skrifar 16. janúar 2013 06:00 „Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“ Svo ritaði hinn mikli spænski hugsuður José Ortega y Gasset. Alþingi lagði fyrir stjórnlagaráð að endurskoða stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag þingkosninga. Til grundvallar var umræða á þjóðfundi 2010 sem stjórnlaganefnd sú sem stóð að fundinum túlkaði almennt sem kröfur um jafnt vægi atkvæða og persónukjör auk þess sem flestir töldu að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Meginþættirnir í tillögu stjórnlagaráðs um ramma um kosningakerfi koma fram í 39. gr. í frumvarpi því að nýrri stjórnarskrá sem nú liggur fyrir Alþingi. Helstu nýmælin eru þessi:Fjöldi kjördæma: Frá einu upp í átta að vali löggjafans.Vægi atkvæða: Skal vera jafnt, óháð búsetu.Landslistar: Flokkar geta bæði boðið fram kjördæmalista og landslista. Sömu nöfn mega vera á báðum.Persónukjör: Kjósendur merkja við einstaka frambjóðendur eða lista í heilu lagi en taka þá ekki afstöðu til röðunar á frambjóðendum.Fullur jöfnuður milli flokka: Sætum skal skipt á milli flokka í samræmi við landsfylgi og síðan ráðstafað til frambjóðenda hvers þeirra samkvæmt persónufylgi.Kjördæmavörn: Til að ekkert kjördæmi fari halloka við úthlutun sæta má nota nær helming þingsæta, eða 30 þeirra, sem lágmarkstryggingu fyrir einstök kjördæmi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 hlaut spurning um aukið persónukjör stuðning 78,4% þeirra sem tóku afstöðu og önnur um jafnt vægi atkvæða fékk með sama hætti jáyrði 66,5%. Þær tvær meginbreytingar sem stjórnlagaráð lagði til um fyrirkomulag kosninga fengu því yfirgnæfandi fylgi allt eins og hafði sýnt sig á þjóðfundinum.Kjördæmavörn Nokkrir fræðimenn hafa gagnrýnt framangreindar tillögur stjórnlagaráðs, þó með misgóðum rökum. Hér verður staðnæmst við málefnalega gagnrýni á ákvæðið um kjördæmavörn. Búa má til ýkt dæmi þess efnis að þetta ákvæði geti ýmist snúist upp í andhverfu sína eða dugi ekki til að ná settu markmiði.Hugsum okkur að landinu sé skipt upp í tvö kjördæmi, landsbyggðarkjördæmi og höfuðborgarkjördæmi. Segjum að kjósendur flokks nokkurs dreifi persónuatkvæðum sínum mjög á milli frambjóðenda flokksins á landsbyggðinni en séu aftur móti einhuga um menn á höfuðborgarlistanum. Vegna stærðarmunar kjördæmanna gæti svo farið að sterkustu mennirnir á höfuðborgarlistanum væru allir atkvæðaríkari en hver hinna á landsbyggðarlistanum. Flokkurinn fengi þá alla menn sína kjörna fyrir sunnan. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur búið til dæmi í þessum stíl. Með ákvæðinu um kjördæmavörn mætti að vísu tryggja landsbyggðarkjördæminu þau 23 sæti sem það á rétt á m.v. kjósendatölu. En ákvæðið gæti ekki séð við bjögun innan flokka.Hið öndverða gæti líka gerst, að kjördæmi fái vægi umfram það sem kjósendafjöldi gefur tilefni til einmitt út á ákvæðið um kjördæmavörnina. Um þetta má taka dæmi það sem fylgdi sem viðauki með tillögum stjórnlagaráðs. Þar er kjördæmaskipan sem nú, nema hvað Reykjavíkurkjördæmin eru sameinuð og eru þá kjördæmin fimm að tölu. Gert er ráð fyrir að ákvæðið um kjördæmavörn sé nýtt þannig að sex þingsæti séu bundin hverju kjördæmi. Kjósendur Norðvesturkjördæmis nægja einmitt til að standa undir sex þingsætum. Ef kjósendur þar greiða landslistum atkvæði í talsverðum mæli geta þeir út á bindinguna fengið viðbótarþingsæti og í ítrasta falli allt að tvöfalt vægi umfram kjósendatölu.Sama atkvæðavægi Ofangreind dæmi eru að vísu mjög ólíkleg. Engu að síður skapaði fyrra dæmið ótta hjá landsbyggðarfólki um að réttmæt hlutdeild þess í kjöri þingmanna væri í hættu ef tillaga stjórnlagaráðs yrði óbreytt að ramma um kosningalög. Þetta kann að hafa verið ein meginástæða þess að stuðningur við jöfnun atkvæðavægis var rýr í Norðausturkjördæmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ari Teitsson, fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, hefur í góðri grein í Fréttablaðinu 9. janúar sl. bent á vandann og hvernig taka mætti á honum í kosningalögum innan ramma hinnar ráðgerðu stjórnarskrár. Tryggara er að lagfæra stjórnarskrárfrumvarpið með lítilsháttar breytingu. Hún felst í raun í því að skerpa meginmarkmiðið um að allir kjósendur hafi sama atkvæðavægi. Þetta má gera með ýmsu móti án þess að kollvarpa neinu, t.d. með því að setja kjördæmin enn frekar í forgang við úthlutun þingsæta og breyta lítilsháttar fyrirkomulagi landsframboða. Alþingi á ekki að hika við að lagfæra það sem betur má fara. Markmiðið er góð stjórnarskrá, ekki hver samdi hana. En engan tíma má missa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
„Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“ Svo ritaði hinn mikli spænski hugsuður José Ortega y Gasset. Alþingi lagði fyrir stjórnlagaráð að endurskoða stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag þingkosninga. Til grundvallar var umræða á þjóðfundi 2010 sem stjórnlaganefnd sú sem stóð að fundinum túlkaði almennt sem kröfur um jafnt vægi atkvæða og persónukjör auk þess sem flestir töldu að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Meginþættirnir í tillögu stjórnlagaráðs um ramma um kosningakerfi koma fram í 39. gr. í frumvarpi því að nýrri stjórnarskrá sem nú liggur fyrir Alþingi. Helstu nýmælin eru þessi:Fjöldi kjördæma: Frá einu upp í átta að vali löggjafans.Vægi atkvæða: Skal vera jafnt, óháð búsetu.Landslistar: Flokkar geta bæði boðið fram kjördæmalista og landslista. Sömu nöfn mega vera á báðum.Persónukjör: Kjósendur merkja við einstaka frambjóðendur eða lista í heilu lagi en taka þá ekki afstöðu til röðunar á frambjóðendum.Fullur jöfnuður milli flokka: Sætum skal skipt á milli flokka í samræmi við landsfylgi og síðan ráðstafað til frambjóðenda hvers þeirra samkvæmt persónufylgi.Kjördæmavörn: Til að ekkert kjördæmi fari halloka við úthlutun sæta má nota nær helming þingsæta, eða 30 þeirra, sem lágmarkstryggingu fyrir einstök kjördæmi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 hlaut spurning um aukið persónukjör stuðning 78,4% þeirra sem tóku afstöðu og önnur um jafnt vægi atkvæða fékk með sama hætti jáyrði 66,5%. Þær tvær meginbreytingar sem stjórnlagaráð lagði til um fyrirkomulag kosninga fengu því yfirgnæfandi fylgi allt eins og hafði sýnt sig á þjóðfundinum.Kjördæmavörn Nokkrir fræðimenn hafa gagnrýnt framangreindar tillögur stjórnlagaráðs, þó með misgóðum rökum. Hér verður staðnæmst við málefnalega gagnrýni á ákvæðið um kjördæmavörn. Búa má til ýkt dæmi þess efnis að þetta ákvæði geti ýmist snúist upp í andhverfu sína eða dugi ekki til að ná settu markmiði.Hugsum okkur að landinu sé skipt upp í tvö kjördæmi, landsbyggðarkjördæmi og höfuðborgarkjördæmi. Segjum að kjósendur flokks nokkurs dreifi persónuatkvæðum sínum mjög á milli frambjóðenda flokksins á landsbyggðinni en séu aftur móti einhuga um menn á höfuðborgarlistanum. Vegna stærðarmunar kjördæmanna gæti svo farið að sterkustu mennirnir á höfuðborgarlistanum væru allir atkvæðaríkari en hver hinna á landsbyggðarlistanum. Flokkurinn fengi þá alla menn sína kjörna fyrir sunnan. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur búið til dæmi í þessum stíl. Með ákvæðinu um kjördæmavörn mætti að vísu tryggja landsbyggðarkjördæminu þau 23 sæti sem það á rétt á m.v. kjósendatölu. En ákvæðið gæti ekki séð við bjögun innan flokka.Hið öndverða gæti líka gerst, að kjördæmi fái vægi umfram það sem kjósendafjöldi gefur tilefni til einmitt út á ákvæðið um kjördæmavörnina. Um þetta má taka dæmi það sem fylgdi sem viðauki með tillögum stjórnlagaráðs. Þar er kjördæmaskipan sem nú, nema hvað Reykjavíkurkjördæmin eru sameinuð og eru þá kjördæmin fimm að tölu. Gert er ráð fyrir að ákvæðið um kjördæmavörn sé nýtt þannig að sex þingsæti séu bundin hverju kjördæmi. Kjósendur Norðvesturkjördæmis nægja einmitt til að standa undir sex þingsætum. Ef kjósendur þar greiða landslistum atkvæði í talsverðum mæli geta þeir út á bindinguna fengið viðbótarþingsæti og í ítrasta falli allt að tvöfalt vægi umfram kjósendatölu.Sama atkvæðavægi Ofangreind dæmi eru að vísu mjög ólíkleg. Engu að síður skapaði fyrra dæmið ótta hjá landsbyggðarfólki um að réttmæt hlutdeild þess í kjöri þingmanna væri í hættu ef tillaga stjórnlagaráðs yrði óbreytt að ramma um kosningalög. Þetta kann að hafa verið ein meginástæða þess að stuðningur við jöfnun atkvæðavægis var rýr í Norðausturkjördæmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ari Teitsson, fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, hefur í góðri grein í Fréttablaðinu 9. janúar sl. bent á vandann og hvernig taka mætti á honum í kosningalögum innan ramma hinnar ráðgerðu stjórnarskrár. Tryggara er að lagfæra stjórnarskrárfrumvarpið með lítilsháttar breytingu. Hún felst í raun í því að skerpa meginmarkmiðið um að allir kjósendur hafi sama atkvæðavægi. Þetta má gera með ýmsu móti án þess að kollvarpa neinu, t.d. með því að setja kjördæmin enn frekar í forgang við úthlutun þingsæta og breyta lítilsháttar fyrirkomulagi landsframboða. Alþingi á ekki að hika við að lagfæra það sem betur má fara. Markmiðið er góð stjórnarskrá, ekki hver samdi hana. En engan tíma má missa.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun