Nú klóra þeir sér í höfðinu Þorsteinn Pálsson skrifar 19. janúar 2013 06:00 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd. Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna? Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist. Evrópa hefur sannarlega eins og aðrir heimshlutar glímt við skuldavanda. Og fjarri lagi er að hann sé úr sögunni þó að vísbendingar gefi ástæðu til að ætla að mönnum auðnist hægt og bítandi að ná tökum á viðfangsefninu. Vegna þessa alþjóðlega skuldavanda voru þegar í fyrra ástæður til að gera nýtt tímaplan fyrir aðildarviðræður Íslands. Hann var aftur á móti ekki tilefni viðræðuslita. En athyglisvert er að ársgömul hræðsluröksemd fyrir þeim málstað skuli ekki vera brúkleg lengur.Hvað næst? Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fram til kosninga verði engar pólitískar ákvarðanir teknar varðandi þá fjóra kafla í viðræðunum þar sem raunverulega reynir á samninga. Tæknileg vinna heldur hins vegar áfram. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun vegna ytri aðstæðna. Engum dylst þó að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur ráðið mestu hér um. Æskilegt hefði verið að slíkri ákvörðun fylgdi nýtt tímaplan. Jafnframt hefði þurft að stofna til hagfræðilegrar skoðunar á samhæfingu aðgerða í ríkisfjármálum, launamálum, peningamálum og sjávarútvegsmálum. Án heildstæðra markmiða á þessum sviðum er aðild að myntbandalaginu ekki möguleg og forsendur fyrir útflutningsvexti veikar. Brýn þörf er því á dýpri pólitískri stefnumörkun en átt hefur sér stað. Þar hefur forysta ríkisstjórnarinnar brugðist. Rétt hefði verið að skoða þann möguleika að samþykkja þingsályktunartillögu um nýtt tímaplan og undirbúning að þeirri nýju samræmdu efnahagsáætlun sem nauðsynleg er. Síðan hefði mátt gera gildistöku ályktunarinnar háða samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Þannig hefðu stjórnvöld lagt línur um hvernig flytja ætti málið milli kjörtímabila og þjóðin fengið tækifæri til að samþykkja slíka málsmeðferð eða hafna. Það var hyggilegt af utanríkisráðherra að leggja á ráðin um að halda sjó um stund. En eftir stendur að þeirri spurningu er ósvarað: Hvað næst? Hvert verður fyrsta boðorðið? Andstæðingar aðildar hafa réttilega bent á að Samfylkingin gæti útilokað sjálfa sig frá stjórnarþátttöku með þeirri yfirlýstu afstöðu að gera framhald aðildarviðræðnanna að ófrávíkjanlegu skilyrði. En sjónarhornin eru fleiri. Kenningin gengur út frá því að slit viðræðna verði ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þá á hann ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með þátttöku VG. Þrengi Sjálfstæðisflokkurinn samningsstöðu sína styrkist staða viðsemjendanna að sama skapi. VG gæti hugsanlega við slíkar aðstæður unnið upp áhrif af tapi í kosningum. Fáir sjá gæfu Íslands liggja þar. Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni. Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd. Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna? Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist. Evrópa hefur sannarlega eins og aðrir heimshlutar glímt við skuldavanda. Og fjarri lagi er að hann sé úr sögunni þó að vísbendingar gefi ástæðu til að ætla að mönnum auðnist hægt og bítandi að ná tökum á viðfangsefninu. Vegna þessa alþjóðlega skuldavanda voru þegar í fyrra ástæður til að gera nýtt tímaplan fyrir aðildarviðræður Íslands. Hann var aftur á móti ekki tilefni viðræðuslita. En athyglisvert er að ársgömul hræðsluröksemd fyrir þeim málstað skuli ekki vera brúkleg lengur.Hvað næst? Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fram til kosninga verði engar pólitískar ákvarðanir teknar varðandi þá fjóra kafla í viðræðunum þar sem raunverulega reynir á samninga. Tæknileg vinna heldur hins vegar áfram. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun vegna ytri aðstæðna. Engum dylst þó að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur ráðið mestu hér um. Æskilegt hefði verið að slíkri ákvörðun fylgdi nýtt tímaplan. Jafnframt hefði þurft að stofna til hagfræðilegrar skoðunar á samhæfingu aðgerða í ríkisfjármálum, launamálum, peningamálum og sjávarútvegsmálum. Án heildstæðra markmiða á þessum sviðum er aðild að myntbandalaginu ekki möguleg og forsendur fyrir útflutningsvexti veikar. Brýn þörf er því á dýpri pólitískri stefnumörkun en átt hefur sér stað. Þar hefur forysta ríkisstjórnarinnar brugðist. Rétt hefði verið að skoða þann möguleika að samþykkja þingsályktunartillögu um nýtt tímaplan og undirbúning að þeirri nýju samræmdu efnahagsáætlun sem nauðsynleg er. Síðan hefði mátt gera gildistöku ályktunarinnar háða samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Þannig hefðu stjórnvöld lagt línur um hvernig flytja ætti málið milli kjörtímabila og þjóðin fengið tækifæri til að samþykkja slíka málsmeðferð eða hafna. Það var hyggilegt af utanríkisráðherra að leggja á ráðin um að halda sjó um stund. En eftir stendur að þeirri spurningu er ósvarað: Hvað næst? Hvert verður fyrsta boðorðið? Andstæðingar aðildar hafa réttilega bent á að Samfylkingin gæti útilokað sjálfa sig frá stjórnarþátttöku með þeirri yfirlýstu afstöðu að gera framhald aðildarviðræðnanna að ófrávíkjanlegu skilyrði. En sjónarhornin eru fleiri. Kenningin gengur út frá því að slit viðræðna verði ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þá á hann ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með þátttöku VG. Þrengi Sjálfstæðisflokkurinn samningsstöðu sína styrkist staða viðsemjendanna að sama skapi. VG gæti hugsanlega við slíkar aðstæður unnið upp áhrif af tapi í kosningum. Fáir sjá gæfu Íslands liggja þar. Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni. Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun