Opinber ummæli og ábyrgð Toshiki Toma skrifar 22. janúar 2013 06:00 Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem væri að leita hælis á Íslandi væri ekki hælisleitendur í raun og ætlaði sér að vinna ólöglega eða hefði í huga annan tilgang en hælisleit. Hún hélt áfram: „Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grunsemdir um að þeir væru að njóta „asylum shopping“ hérlendis. Mér skilst að eftirlit með dvöl útlendinga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL skoði mál um hælisleitendur út frá fagmannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur að skoða mál með tilliti til pólitískra hagsmuna og frjáls félagasamtök eða aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skilningur er fyrir hendi getum við borið virðingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem við sjáum ekki og öfugt. Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki að njóta „asylum shopping“ á Íslandi. Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskilin í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef ekki sannanir en að safna sönnunargögnum er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég – rétt eins og aðrir aðilar með mannúðarsjónarmið – að vera með hælisleitendum á biðtíma með því að stappa í þá stálinu þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika sagnanna. Mér sýnist ummæli forstjórans komin langt út fyrir ramma hlutverks stofnunarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem hún ber í vandasamri stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða ímynd fyrirfram af sínum eigin skjólstæðingum eyðileggur það forsendur samfélagsins er varða málefni hælisleitenda. Þá langar mig að spyrja hvort ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættinum séu í sátt við opinbera ábyrgð hennar? Er þetta í lagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem væri að leita hælis á Íslandi væri ekki hælisleitendur í raun og ætlaði sér að vinna ólöglega eða hefði í huga annan tilgang en hælisleit. Hún hélt áfram: „Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grunsemdir um að þeir væru að njóta „asylum shopping“ hérlendis. Mér skilst að eftirlit með dvöl útlendinga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL skoði mál um hælisleitendur út frá fagmannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur að skoða mál með tilliti til pólitískra hagsmuna og frjáls félagasamtök eða aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skilningur er fyrir hendi getum við borið virðingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem við sjáum ekki og öfugt. Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki að njóta „asylum shopping“ á Íslandi. Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskilin í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef ekki sannanir en að safna sönnunargögnum er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég – rétt eins og aðrir aðilar með mannúðarsjónarmið – að vera með hælisleitendum á biðtíma með því að stappa í þá stálinu þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika sagnanna. Mér sýnist ummæli forstjórans komin langt út fyrir ramma hlutverks stofnunarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem hún ber í vandasamri stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða ímynd fyrirfram af sínum eigin skjólstæðingum eyðileggur það forsendur samfélagsins er varða málefni hælisleitenda. Þá langar mig að spyrja hvort ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættinum séu í sátt við opinbera ábyrgð hennar? Er þetta í lagi?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar