Opinber ummæli og ábyrgð Toshiki Toma skrifar 22. janúar 2013 06:00 Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem væri að leita hælis á Íslandi væri ekki hælisleitendur í raun og ætlaði sér að vinna ólöglega eða hefði í huga annan tilgang en hælisleit. Hún hélt áfram: „Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grunsemdir um að þeir væru að njóta „asylum shopping“ hérlendis. Mér skilst að eftirlit með dvöl útlendinga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL skoði mál um hælisleitendur út frá fagmannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur að skoða mál með tilliti til pólitískra hagsmuna og frjáls félagasamtök eða aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skilningur er fyrir hendi getum við borið virðingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem við sjáum ekki og öfugt. Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki að njóta „asylum shopping“ á Íslandi. Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskilin í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef ekki sannanir en að safna sönnunargögnum er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég – rétt eins og aðrir aðilar með mannúðarsjónarmið – að vera með hælisleitendum á biðtíma með því að stappa í þá stálinu þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika sagnanna. Mér sýnist ummæli forstjórans komin langt út fyrir ramma hlutverks stofnunarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem hún ber í vandasamri stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða ímynd fyrirfram af sínum eigin skjólstæðingum eyðileggur það forsendur samfélagsins er varða málefni hælisleitenda. Þá langar mig að spyrja hvort ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættinum séu í sátt við opinbera ábyrgð hennar? Er þetta í lagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem væri að leita hælis á Íslandi væri ekki hælisleitendur í raun og ætlaði sér að vinna ólöglega eða hefði í huga annan tilgang en hælisleit. Hún hélt áfram: „Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grunsemdir um að þeir væru að njóta „asylum shopping“ hérlendis. Mér skilst að eftirlit með dvöl útlendinga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL skoði mál um hælisleitendur út frá fagmannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur að skoða mál með tilliti til pólitískra hagsmuna og frjáls félagasamtök eða aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skilningur er fyrir hendi getum við borið virðingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem við sjáum ekki og öfugt. Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki að njóta „asylum shopping“ á Íslandi. Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskilin í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef ekki sannanir en að safna sönnunargögnum er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég – rétt eins og aðrir aðilar með mannúðarsjónarmið – að vera með hælisleitendum á biðtíma með því að stappa í þá stálinu þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika sagnanna. Mér sýnist ummæli forstjórans komin langt út fyrir ramma hlutverks stofnunarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem hún ber í vandasamri stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða ímynd fyrirfram af sínum eigin skjólstæðingum eyðileggur það forsendur samfélagsins er varða málefni hælisleitenda. Þá langar mig að spyrja hvort ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættinum séu í sátt við opinbera ábyrgð hennar? Er þetta í lagi?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun