Stuðningsgrein: Þannig er Guðbjartur Dagur og Oddný skrifar 21. janúar 2013 16:00 Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar