Stuðningsgrein: Guðbjartur sú gerð stjórnmálamanns sem þjóðin þarfnast Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar