Stuðningsgrein: Guðbjartur sú gerð stjórnmálamanns sem þjóðin þarfnast Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun