Fjaðurvigt fjórða valdsins Þorsteinn Pálsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku.Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis.Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku.Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis.Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun