Vítamín og heilsa Teitur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2013 06:00 Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun