Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar Haukur Arnþórsson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun