Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Úr skuldafjötrum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Hrun krónunnar og þrot fjármálafyrirtækja árið 2008 orsakaði gríðarlegan og áður óþekktan vanda nánast allra heimila og fyrirtækja í landinu. Verkefni stjórnvalda var að afstýra keðjuverkun og mögulegu þjóðargjaldþroti. Skuldir ríkissjóðs hlóðust upp. Sumarið 2007 námu heildarskuldir heimila 108 prósentum af landsframleiðslu. Í sínum hæstu hæðum árið 2009 námu skuldir heimilanna 135 prósentum af landsframleiðslunni. Nú bregður hins vegar svo við að skuldastaða þeirra er komin niður í 108 prósent á ný, eða sama hlutfall og 15 mánuðum fyrir bankahrunið. Lækkunin nemur yfir 300 milljörðum króna. Lentum ekki í vítahringnum Þetta er auðvitað jákvæð þróun. Ríkisstjórnin getur horft um öxl og séð að henni tókst samtímis að létta byrðar tekjulægstu heimilanna og koma þeim yfir erfiðasta hjallann. Engu að síður finna menn fyrir fjármálahruninu og fæstir gátu búist við því að sleppa við áhrif þessara hamfara af mannavöldum. Hollt er að skoða þetta í samanburði við önnur lönd sem glímt hafa við hliðstæðan vanda undanfarin ár eins og gert er í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í apríl í fyrra. Þar var m.a. farið yfir viðbrögð stjórnvalda í nokkrum löndum við skuldavanda heimilanna og tekið fram að í öllum tilvikum hafi aðdragandinn einkennst af niðursveiflu og verulegri skuldasöfnun heimila. „Dæmið frá Íslandi sýnir hvernig fjölþætt nálgun getur létt skuldabyrði stórs hluta heimilanna og haldið aftur af vanskilum. Kveikjan að djörfum viðbrögðum stjórnvalda átti rætur í erfiðri skuldastöðu heimilanna og miklum félagslegum þrýstingi á stjórnvöld um að grípa til aðgerða.“ Fjölþættar ráðstafanir Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin greip til voru margvíslegar. Hún hefur nú varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem hafa þann eiginleika að rata þangað sem þörfin er mest. Fasteignalán hafa verið færð niður um 46 milljarða vegna 110 prósenta leiðarinnar. Þá hefur greiðsluaðlögun einstaklinga, sértæk skuldaaðlögun og greiðslujöfnun sömuleiðis hjálpað þúsundum einstaklinga. Við erum ekki komin á leiðarenda. Enn er endurútreikningum gengislána ólokið og ekki hafa tekist samningar enn við lífeyrissjóðina um svonefnd lánsveð sem snerta drjúgan hóp fólks. Mér finnst einnig koma til greina að setja þak á verðtrygginguna ef um það getur náðst víðtæk sátt. Lækkandi skuldir fyrirtækja Skuldir fyrirtækja nema nú 170 prósentum af landsframleiðslunni og samanlagt nema því skuldir þeirra og heimilanna nærri þrefaldri árlegri landsframleiðslu eða 280 prósentum. Samanlagt námu þessar skuldir liðlega fimmfaldri landsframleiðslu (510%) haustið 2008. Hér er því um ákaflega mikilsverðan viðsnúning að ræða enda viðurkennt að sligandi skuldir dragi úr eftirspurn og hagvexti. Í síðustu útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands er staðfest að skuldastaða heimila og fyrirtækja hafi lækkað um tvöfalda landsframleiðslu á einungis þremur árum. Afskriftir erlendra kröfuhafa gagnvart gömlu bönkunum eru ekki teknar með enda hefði lækkun skulda verið miklu meiri hefði verið tekið mið af þeim einnig. Fyrir ári voru bankarnir með ráðandi stöðu í um fjórðungi 120 stærstu fyrirtækjanna í landinu. Sem kröfuhafar og lánardrottnar réðu þeir nærri 70 prósentum þeirra árið 2009. Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins fóru innan við tíu prósent fyrirtækjanna í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga. Þetta er athyglisvert í ljósi þess hve fjárhagur þeirra var illa leikinn eftir hrunið. Við vitum vel að hér á landi ríkir fákeppni og samkeppni er ábótavant í þágu neytenda. Bankarnir urðu auðvitað að leggja mat á það hversu lífvænleg fyrirtækin væru þegar ákvarðanir voru teknar um líf þeirra, oft í óþökk keppinauta. Menn sýndu því skilning að þegar fyrirtæki voru lífvænleg og störf hundraða einstaklinga í húfi gátu miklar afskriftir verið réttlætanlegar. Þetta skilar sér þótt skuldsetning fyrirtækja sé almennt há enn þá. Ríkissjóður einnig á réttri leið Rétt eins og heimilum og fyrirtækjum er lífsnauðsynlegt að stöðva skuldasöfnun og lækka skuldir eftir föngum þarf ríkissjóður einnig að gera slíkt hið sama. Það hefur gengið vonum framar um leið og tekist hefur að verja velferðina og halda uppi atvinnustiginu og þrátt fyrir að ríkið taki nú minna til sín af þjóðarkökunni en fyrir hrun. Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna. Árið 2011 var hann kominn niður í 46 milljarða og 21 milljarð króna árið 2012. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við fjóra milljarða króna. Engin ríkisstjórn hefur náð viðlíka árangri í aðlögun ríkisfjármála á svo skömmum tíma. Vegna þessa árangurs fara skuldir ríkissjóðs nú loksins lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu þótt háar séu og vaxtagjöld mikil. Lyktir Icesave-málsins eru einnig mikið gleðiefni fyrir þjóðina í þessu sambandi. Það endurspeglar einnig batnandi hag að skuldatryggingaálag Íslands lækkar jafnt og þétt og er nú hið allra lægsta frá hruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hrun krónunnar og þrot fjármálafyrirtækja árið 2008 orsakaði gríðarlegan og áður óþekktan vanda nánast allra heimila og fyrirtækja í landinu. Verkefni stjórnvalda var að afstýra keðjuverkun og mögulegu þjóðargjaldþroti. Skuldir ríkissjóðs hlóðust upp. Sumarið 2007 námu heildarskuldir heimila 108 prósentum af landsframleiðslu. Í sínum hæstu hæðum árið 2009 námu skuldir heimilanna 135 prósentum af landsframleiðslunni. Nú bregður hins vegar svo við að skuldastaða þeirra er komin niður í 108 prósent á ný, eða sama hlutfall og 15 mánuðum fyrir bankahrunið. Lækkunin nemur yfir 300 milljörðum króna. Lentum ekki í vítahringnum Þetta er auðvitað jákvæð þróun. Ríkisstjórnin getur horft um öxl og séð að henni tókst samtímis að létta byrðar tekjulægstu heimilanna og koma þeim yfir erfiðasta hjallann. Engu að síður finna menn fyrir fjármálahruninu og fæstir gátu búist við því að sleppa við áhrif þessara hamfara af mannavöldum. Hollt er að skoða þetta í samanburði við önnur lönd sem glímt hafa við hliðstæðan vanda undanfarin ár eins og gert er í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í apríl í fyrra. Þar var m.a. farið yfir viðbrögð stjórnvalda í nokkrum löndum við skuldavanda heimilanna og tekið fram að í öllum tilvikum hafi aðdragandinn einkennst af niðursveiflu og verulegri skuldasöfnun heimila. „Dæmið frá Íslandi sýnir hvernig fjölþætt nálgun getur létt skuldabyrði stórs hluta heimilanna og haldið aftur af vanskilum. Kveikjan að djörfum viðbrögðum stjórnvalda átti rætur í erfiðri skuldastöðu heimilanna og miklum félagslegum þrýstingi á stjórnvöld um að grípa til aðgerða.“ Fjölþættar ráðstafanir Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin greip til voru margvíslegar. Hún hefur nú varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem hafa þann eiginleika að rata þangað sem þörfin er mest. Fasteignalán hafa verið færð niður um 46 milljarða vegna 110 prósenta leiðarinnar. Þá hefur greiðsluaðlögun einstaklinga, sértæk skuldaaðlögun og greiðslujöfnun sömuleiðis hjálpað þúsundum einstaklinga. Við erum ekki komin á leiðarenda. Enn er endurútreikningum gengislána ólokið og ekki hafa tekist samningar enn við lífeyrissjóðina um svonefnd lánsveð sem snerta drjúgan hóp fólks. Mér finnst einnig koma til greina að setja þak á verðtrygginguna ef um það getur náðst víðtæk sátt. Lækkandi skuldir fyrirtækja Skuldir fyrirtækja nema nú 170 prósentum af landsframleiðslunni og samanlagt nema því skuldir þeirra og heimilanna nærri þrefaldri árlegri landsframleiðslu eða 280 prósentum. Samanlagt námu þessar skuldir liðlega fimmfaldri landsframleiðslu (510%) haustið 2008. Hér er því um ákaflega mikilsverðan viðsnúning að ræða enda viðurkennt að sligandi skuldir dragi úr eftirspurn og hagvexti. Í síðustu útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands er staðfest að skuldastaða heimila og fyrirtækja hafi lækkað um tvöfalda landsframleiðslu á einungis þremur árum. Afskriftir erlendra kröfuhafa gagnvart gömlu bönkunum eru ekki teknar með enda hefði lækkun skulda verið miklu meiri hefði verið tekið mið af þeim einnig. Fyrir ári voru bankarnir með ráðandi stöðu í um fjórðungi 120 stærstu fyrirtækjanna í landinu. Sem kröfuhafar og lánardrottnar réðu þeir nærri 70 prósentum þeirra árið 2009. Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins fóru innan við tíu prósent fyrirtækjanna í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga. Þetta er athyglisvert í ljósi þess hve fjárhagur þeirra var illa leikinn eftir hrunið. Við vitum vel að hér á landi ríkir fákeppni og samkeppni er ábótavant í þágu neytenda. Bankarnir urðu auðvitað að leggja mat á það hversu lífvænleg fyrirtækin væru þegar ákvarðanir voru teknar um líf þeirra, oft í óþökk keppinauta. Menn sýndu því skilning að þegar fyrirtæki voru lífvænleg og störf hundraða einstaklinga í húfi gátu miklar afskriftir verið réttlætanlegar. Þetta skilar sér þótt skuldsetning fyrirtækja sé almennt há enn þá. Ríkissjóður einnig á réttri leið Rétt eins og heimilum og fyrirtækjum er lífsnauðsynlegt að stöðva skuldasöfnun og lækka skuldir eftir föngum þarf ríkissjóður einnig að gera slíkt hið sama. Það hefur gengið vonum framar um leið og tekist hefur að verja velferðina og halda uppi atvinnustiginu og þrátt fyrir að ríkið taki nú minna til sín af þjóðarkökunni en fyrir hrun. Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna. Árið 2011 var hann kominn niður í 46 milljarða og 21 milljarð króna árið 2012. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við fjóra milljarða króna. Engin ríkisstjórn hefur náð viðlíka árangri í aðlögun ríkisfjármála á svo skömmum tíma. Vegna þessa árangurs fara skuldir ríkissjóðs nú loksins lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu þótt háar séu og vaxtagjöld mikil. Lyktir Icesave-málsins eru einnig mikið gleðiefni fyrir þjóðina í þessu sambandi. Það endurspeglar einnig batnandi hag að skuldatryggingaálag Íslands lækkar jafnt og þétt og er nú hið allra lægsta frá hruninu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun