Hjartanlega sama? Teitur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama?
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun