"Sóknarmark“ frjór tími frelsis Ólafur Örn Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Kvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. Fámenn klíka manna á vegum frystihúsa á Norðurlandi gat ekki sætt sig við þá framþróun sem átti sér stað í sjávarútvegi. Frelsið og markaðsþróunin var þeim ekki að skapi. Maður úr þeirra pólitísku röðum sat í stól sjávarútvegsráðherra og voru hæg heimatökin að gera breytingu sem tryggði þessum einokunarsinnum þeirra vilja. Losuðu þá við samkeppnina um fiskinn og tryggðu þeim það ódýra hráefni sem þeir höfðu búið húsin til að vinna og losuðu þau við kvöðina að veiða fisk sem þeir kunnu ekki að meðhöndla. Þessir menn skildu ekki og vildu ekki skilja þá hagræðingu sem var að ryðja sér til rúms á SV-landi þar sem „nýju" fiskmarkaðirnir voru að gera mönnum kleift að sérhæfa hús sín vinnslu á einni eða tveim fisktegundum og láta frá sér aðrar tegundir gegnum markaðina. Þróun sem hugnaðist öllum vel og flýtti fyrir framþróun í vinnslunni. Í stuttu máli var besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar, þróuðu í samvinnu við íslenska sjómenn, og sóknarmarkinu, sem mikil sátt var um, hent fyrir róða og upp tekið versta og spilltasta fiskveiðistjórnkerfi sem völ var á, kvótakerfið illræmda sem aldrei hefur verið sátt um í þrjátíu ár. Stærstu markaðssigrarnir Fiskveiðistjórn á að stuðla að tvennu. Hámarka afrakstur fiskveiðanna og byggja upp stofnana á sjálfbæran hátt. Báðum þessum markmiðum var náð með sóknarmarkinu og var þróun hröð í að loka smáfiskasvæðum og uppeldisstöðvum á sama tíma og meðferð á fiski tók stórtækustu framförum sem við höfum séð fyrr og síðar. Á þessum árum unnust stærstu markaðssigrar bæði hvað varðar þorsk og karfa sem sýnir hve frjór þessi tími frelsisins var í útgerðinni. Ein stór mistök voru gerð á dögum sóknarmarksins sem annars gekk svo vel, það var afnema „óvart" takmark á leyfisveitingu fyrir nýja skuttogara. („þeir bara plötuðu mig" ST). Þessi aukning á skipum seinkaði því að við gætum fjölgað sóknardögum. Þetta hafði ekki áhrif á þær útgerðir sem búnar voru að ná tökum á skuttogaravæðingunni og voru í góðum rekstri en aðrir sem voru að byrja frá grunni og þeir sem ekki kunnu voru í erfiðleikum og fóru á hausinn. En fátt er svo með öllu illt. Það komu aðrir í staðinn og tóku yfir skipin og breyttu þeim í glæsileg aflaskip og flottar útgerðir, samanber Samherji. Sátt og mikill sprengikraftur var í Sóknarmarkinu og var það nánast glæpur gegn þjóðinni að afnema þetta kerfi sem gekk svona vel og skilaði svona miklu. 1983, síðasta ár sóknarmarksins, var meiru landað á markaði en nokkru sinni fyrr og eftir stórátök útgerða og sjómanna þar sem sjómenn voru notaðir sem byssufóður útgerðar í baráttu útgerða við ríkið um gengisfellingar var mikill þrýstingur á að allur fiskur færi á markað til að skapa frið. Því miður misstum við af þessu tækifæri en hurfum inn í myrkur einokunar og afturhalds þar sem útgerðirnar héldu utan um „sinn fisk" og byrjað var að sölsa kvótana undir fáar stórar útgerðir. Sjómenn misstu sína samningstöðu gagnvart útgerðinni og urðu að éta úr lófa þeirra sem þeim var fengið og má sjá niðurlægingu stéttarinnar í „kostnaðarhlutdeildinni" þar sem allur kostnaður útgerðarinnar er nú tekinn út fyrir skipti þrátt fyrir mesta (gengis) góðæri sem við höfum þekkt. Þessi kostnaðarhlutdeild var fyrst sett á sem „tímabundið" olíugjald en er nú orðin kolólögleg „kostnaðarhlutdeild" þar sem farið er bakdyramegin að hefðbundnum hlutaskiptum og launin þannig rifin niður með því að láta sjómenn borga útgerðarkostnaðinn. Höfundur er togaraskipstjóri sem rekinn var úr starfi sínu vegna skoðana sinna á fáránleika kvótakerfisins. Næsta grein heitir Eyðilegging kvótans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. Fámenn klíka manna á vegum frystihúsa á Norðurlandi gat ekki sætt sig við þá framþróun sem átti sér stað í sjávarútvegi. Frelsið og markaðsþróunin var þeim ekki að skapi. Maður úr þeirra pólitísku röðum sat í stól sjávarútvegsráðherra og voru hæg heimatökin að gera breytingu sem tryggði þessum einokunarsinnum þeirra vilja. Losuðu þá við samkeppnina um fiskinn og tryggðu þeim það ódýra hráefni sem þeir höfðu búið húsin til að vinna og losuðu þau við kvöðina að veiða fisk sem þeir kunnu ekki að meðhöndla. Þessir menn skildu ekki og vildu ekki skilja þá hagræðingu sem var að ryðja sér til rúms á SV-landi þar sem „nýju" fiskmarkaðirnir voru að gera mönnum kleift að sérhæfa hús sín vinnslu á einni eða tveim fisktegundum og láta frá sér aðrar tegundir gegnum markaðina. Þróun sem hugnaðist öllum vel og flýtti fyrir framþróun í vinnslunni. Í stuttu máli var besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar, þróuðu í samvinnu við íslenska sjómenn, og sóknarmarkinu, sem mikil sátt var um, hent fyrir róða og upp tekið versta og spilltasta fiskveiðistjórnkerfi sem völ var á, kvótakerfið illræmda sem aldrei hefur verið sátt um í þrjátíu ár. Stærstu markaðssigrarnir Fiskveiðistjórn á að stuðla að tvennu. Hámarka afrakstur fiskveiðanna og byggja upp stofnana á sjálfbæran hátt. Báðum þessum markmiðum var náð með sóknarmarkinu og var þróun hröð í að loka smáfiskasvæðum og uppeldisstöðvum á sama tíma og meðferð á fiski tók stórtækustu framförum sem við höfum séð fyrr og síðar. Á þessum árum unnust stærstu markaðssigrar bæði hvað varðar þorsk og karfa sem sýnir hve frjór þessi tími frelsisins var í útgerðinni. Ein stór mistök voru gerð á dögum sóknarmarksins sem annars gekk svo vel, það var afnema „óvart" takmark á leyfisveitingu fyrir nýja skuttogara. („þeir bara plötuðu mig" ST). Þessi aukning á skipum seinkaði því að við gætum fjölgað sóknardögum. Þetta hafði ekki áhrif á þær útgerðir sem búnar voru að ná tökum á skuttogaravæðingunni og voru í góðum rekstri en aðrir sem voru að byrja frá grunni og þeir sem ekki kunnu voru í erfiðleikum og fóru á hausinn. En fátt er svo með öllu illt. Það komu aðrir í staðinn og tóku yfir skipin og breyttu þeim í glæsileg aflaskip og flottar útgerðir, samanber Samherji. Sátt og mikill sprengikraftur var í Sóknarmarkinu og var það nánast glæpur gegn þjóðinni að afnema þetta kerfi sem gekk svona vel og skilaði svona miklu. 1983, síðasta ár sóknarmarksins, var meiru landað á markaði en nokkru sinni fyrr og eftir stórátök útgerða og sjómanna þar sem sjómenn voru notaðir sem byssufóður útgerðar í baráttu útgerða við ríkið um gengisfellingar var mikill þrýstingur á að allur fiskur færi á markað til að skapa frið. Því miður misstum við af þessu tækifæri en hurfum inn í myrkur einokunar og afturhalds þar sem útgerðirnar héldu utan um „sinn fisk" og byrjað var að sölsa kvótana undir fáar stórar útgerðir. Sjómenn misstu sína samningstöðu gagnvart útgerðinni og urðu að éta úr lófa þeirra sem þeim var fengið og má sjá niðurlægingu stéttarinnar í „kostnaðarhlutdeildinni" þar sem allur kostnaður útgerðarinnar er nú tekinn út fyrir skipti þrátt fyrir mesta (gengis) góðæri sem við höfum þekkt. Þessi kostnaðarhlutdeild var fyrst sett á sem „tímabundið" olíugjald en er nú orðin kolólögleg „kostnaðarhlutdeild" þar sem farið er bakdyramegin að hefðbundnum hlutaskiptum og launin þannig rifin niður með því að láta sjómenn borga útgerðarkostnaðinn. Höfundur er togaraskipstjóri sem rekinn var úr starfi sínu vegna skoðana sinna á fáránleika kvótakerfisins. Næsta grein heitir Eyðilegging kvótans.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar