Viðburðaríkir dagar! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli.Rammaáætlun og Icesave Alþingi afgreiddi í janúar þrjú merk mál sem öll marka þáttaskil hvert á sinn hátt. Ber þar auðvitað hæst afgreiðslu Rammaáætlunar sem markar mikil tímamót í umhverfismálum á Íslandi. Við Vinstri græn sáum ástæðu til að halda sérstaka uppskeruhátíð af því tilefni. Hitt hefur fengið minni athygli að Alþingi afgreiddi tvö önnur mikilvæg mannréttinda- og umbótamál þar sem eru ný lög um jafnrétti milli trúar- og lífsskoðunarfélaga og hins vegar lög um fullgildingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mánudaginn 28. janúar kom svo niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og var óskaplegur léttir. Ekki er víst að við gerum okkur að fullu grein fyrir hvílík gæfa var með okkur að málið féll okkur í vil og það með afdráttarlausum hætti. Nóg er þetta búið að kosta okkur samt í töfum, áföllnum beinum og óbeinum kostnaði sem aldrei verður reiknaður út og margvíslegum innri sem ytri erfiðleikum. Dómur sem hefði fallið Íslandi í óhag hefði ekki aðeins þýtt áframhaldandi óvissu fjárhagslega heldur hefðu áhrifin á orðspor okkar og aðstæður í framhaldinu getað orðið býsna erfið viðureignar. Niðurstaðan er fengin og yfir henni hljótum við öll að geta glaðst, fölskvalaust.Ferðamannastaðir & Marmeti Fyrsta úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamála af þremur á árinu fór fram fyrir skemmstu og var mikið fagnaðarefni. Alls fengu 44 verkefni vítt og breitt um landið samtals um 150 milljónir króna en yfir 500 milljónir eru til ráðstöfunar í ár á grundvelli fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar til viðbótar renna svo stórauknir fjármunir til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum gegnum umhverfisráðuneytið eða 250 milljónir. Auk þess hefst uppbygging Kirkjubæjarstofu og þannig mætti áfram telja. Á dögunum var undirritaður fjárfestingasamningur við Marmeti, hátæknifiskvinnslu í Sandgerði sem byggir á reynslumikilli útgerð Suðurnesjamannsins Arnar Erlingssonar. Rammalög um stuðning við nýfjárfestingar, sem sett voru í tíð þessarar ríkisstjórnar, eru mikilvæg eins og dæmið um Marmeti sýnir. Lögin bjóða upp á stuðning við innlendar sem erlendar nýfjárfestingar ef þær uppfylla tiltekin skilyrði. Það eru því ekki lengur einungis erlendar stóriðjufjárfestingar sem eiga kost á ívilnunum eins og áður var raunin.Göng lykilmannvirki Í Hofi á Akureyri var nýlega undirritaður samningur við verktaka um byggingu Vaðlaheiðarganga. Þetta var einhver stærsti og ánægjulegasti viðburður á löngum þingmennskuferli mínum fyrir Norðurland eystra og nú hin seinni ár fyrir Norðausturkjördæmi. Auðvitað er þetta ekki síður gleðilegt fyrir okkur öll sem þjóð sem saman eigum samgöngukerfið. Vaðlaheiðargöng eru tímamótaframkvæmd fyrir Norðurland og gera Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðarsvæðið meira og minna að einu atvinnusvæði. Göngin verða lykilmannvirki í samgöngukerfinu í heild að mínu mati. Þessa dagana eru einnig útboðsgögn að fara í hendur verktaka sem valdir voru í forvali til að bjóða í Norðfjarðargöng. Þar er á ferðinni stórframkvæmd af svipaðri stærð og Vaðlaheiðargöng sem munu gjörbreyta til hins betra samgöngum til Norðfjarðar.Kvótaaukning Við Íslendingar höfum átt í deilu við ESB og Noreg um makrílinn. Að mínu mati hafa ESB og Noregur sýnt of mikinn þvergirðingshátt hvað varðar að taka með sanngjörnum hætti tillit til gjörbreytts göngumynsturs makríls á seinni árum. Mikil vinna hefur átt sér stað að undanförnu við að koma málstað Íslands á framfæri. Þessi vinna hefur gengið ágætlega og málstaður okkar hefur birst víða í erlendum fjölmiðlum. Ákvörðun okkar um 15% samdrátt í makrílveiði íslenskra skipa var eðlileg í ljósi þess hvernig mál hafa þróast að undanförnu. Sem betur fer var hægt að bæta verulega við loðnukvótann í vikunni og stefnir nú í mjög góða loðnuvertíð þótt aflinn verði ekki eins mikill að magni til og mest hefur orðið. Verð á loðnuafurðum er hátt og því er kvótaaukningin gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúskapinn.Lánshæfismat styrkist Nú í lok ritunar þessa pistils berast þær góðu fréttir að lánshæfismatsfyrirtækin séu loksins að ranka við sér og átta sig á því að matið á Íslandi er langt undir því sem öflugir innviðir, auðlindir og framtíðarhorfur landsins gefa tilefni til. Hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður var búinn að átta sig á þessu löngu fyrr og var tilbúinn að lána Íslandi einn milljarð Bandaríkjadala strax í júnímánuði 2011 og aftur 2012. Ákvörðun Moody?s um að breyta lánshæfismati Íslands úr neikvæðum horfum í stöðugar með jákvæðri umsögn, m.a. vegna árangurs sem náðst hafi í ríkis- og efnahagsmálum hér á landi til viðbótar við niðurstöðu í Icesave-málinu, er síðbúin viðurkenning matsfyrirtækisins á því að Ísland er að rísa úr öskustó hrunsins. Lánshæfismatsfyrirtækin hafa að mati undirritaðs stórlega mislesið í aðstæður á Íslandi frá því að rykið fór aðeins að setjast eftir hrunið 2008. Þeim hefur yfirsést að undirstöðurnar á Íslandi eru til muna sterkari en víða annars staðar. Vegna þessa seinagangs lánshæfisfyrirtækjanna mætti spyrja; hverjum á að lána peninga? Þeim sem enn hafa lánstraust byggt á fornri frægð og baklægu mati á efnahagslegum styrk, eða landi sem á bjartari horfur fyrir stafni en velflest önnur vestræn og þróuð lönd? Styrkur Íslands liggur í mörgum þáttum; sterkum innviðum, við erum ung og vel menntuð þjóð, við eigum ríkulegan auðlindagrunn til að byggja á til framtíðar, fiskimið, land, orku, vatn og mikla matvælaframleiðslumöguleika. Ísland hefur margt af því sem mest mun vanta í heiminum á komandi áratugum. Meira að segja eitt best fjármagnaða lífeyriskerfi heimsins (OECD) byggt á sjóðsmyndun er hér, með hreinar eignir til greiðslu lífeyris upp á um 130% af VLF (vergri landsframleiðslu). Taki menn þessar tvær staðreyndir saman, ung þjóð og vel fjármagnað lífeyriskerfi, getum við borið höfuðið hátt í samanburði við aðrar þjóðir. Meginniðurstaðan er að Íslandi er borgið, við erum að komast fyrir vind eftir ótrúlegan ólgusjó af mannavöldum. Spurningin er aðeins hverjum við treystum fyrir framhaldinu, þeim sem stýrðu á strandstað eða hinum sem stýrðu út úr brimgarðinum aftur. Hve langt til baka man þjóðin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli.Rammaáætlun og Icesave Alþingi afgreiddi í janúar þrjú merk mál sem öll marka þáttaskil hvert á sinn hátt. Ber þar auðvitað hæst afgreiðslu Rammaáætlunar sem markar mikil tímamót í umhverfismálum á Íslandi. Við Vinstri græn sáum ástæðu til að halda sérstaka uppskeruhátíð af því tilefni. Hitt hefur fengið minni athygli að Alþingi afgreiddi tvö önnur mikilvæg mannréttinda- og umbótamál þar sem eru ný lög um jafnrétti milli trúar- og lífsskoðunarfélaga og hins vegar lög um fullgildingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mánudaginn 28. janúar kom svo niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og var óskaplegur léttir. Ekki er víst að við gerum okkur að fullu grein fyrir hvílík gæfa var með okkur að málið féll okkur í vil og það með afdráttarlausum hætti. Nóg er þetta búið að kosta okkur samt í töfum, áföllnum beinum og óbeinum kostnaði sem aldrei verður reiknaður út og margvíslegum innri sem ytri erfiðleikum. Dómur sem hefði fallið Íslandi í óhag hefði ekki aðeins þýtt áframhaldandi óvissu fjárhagslega heldur hefðu áhrifin á orðspor okkar og aðstæður í framhaldinu getað orðið býsna erfið viðureignar. Niðurstaðan er fengin og yfir henni hljótum við öll að geta glaðst, fölskvalaust.Ferðamannastaðir & Marmeti Fyrsta úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamála af þremur á árinu fór fram fyrir skemmstu og var mikið fagnaðarefni. Alls fengu 44 verkefni vítt og breitt um landið samtals um 150 milljónir króna en yfir 500 milljónir eru til ráðstöfunar í ár á grundvelli fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar til viðbótar renna svo stórauknir fjármunir til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum gegnum umhverfisráðuneytið eða 250 milljónir. Auk þess hefst uppbygging Kirkjubæjarstofu og þannig mætti áfram telja. Á dögunum var undirritaður fjárfestingasamningur við Marmeti, hátæknifiskvinnslu í Sandgerði sem byggir á reynslumikilli útgerð Suðurnesjamannsins Arnar Erlingssonar. Rammalög um stuðning við nýfjárfestingar, sem sett voru í tíð þessarar ríkisstjórnar, eru mikilvæg eins og dæmið um Marmeti sýnir. Lögin bjóða upp á stuðning við innlendar sem erlendar nýfjárfestingar ef þær uppfylla tiltekin skilyrði. Það eru því ekki lengur einungis erlendar stóriðjufjárfestingar sem eiga kost á ívilnunum eins og áður var raunin.Göng lykilmannvirki Í Hofi á Akureyri var nýlega undirritaður samningur við verktaka um byggingu Vaðlaheiðarganga. Þetta var einhver stærsti og ánægjulegasti viðburður á löngum þingmennskuferli mínum fyrir Norðurland eystra og nú hin seinni ár fyrir Norðausturkjördæmi. Auðvitað er þetta ekki síður gleðilegt fyrir okkur öll sem þjóð sem saman eigum samgöngukerfið. Vaðlaheiðargöng eru tímamótaframkvæmd fyrir Norðurland og gera Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðarsvæðið meira og minna að einu atvinnusvæði. Göngin verða lykilmannvirki í samgöngukerfinu í heild að mínu mati. Þessa dagana eru einnig útboðsgögn að fara í hendur verktaka sem valdir voru í forvali til að bjóða í Norðfjarðargöng. Þar er á ferðinni stórframkvæmd af svipaðri stærð og Vaðlaheiðargöng sem munu gjörbreyta til hins betra samgöngum til Norðfjarðar.Kvótaaukning Við Íslendingar höfum átt í deilu við ESB og Noreg um makrílinn. Að mínu mati hafa ESB og Noregur sýnt of mikinn þvergirðingshátt hvað varðar að taka með sanngjörnum hætti tillit til gjörbreytts göngumynsturs makríls á seinni árum. Mikil vinna hefur átt sér stað að undanförnu við að koma málstað Íslands á framfæri. Þessi vinna hefur gengið ágætlega og málstaður okkar hefur birst víða í erlendum fjölmiðlum. Ákvörðun okkar um 15% samdrátt í makrílveiði íslenskra skipa var eðlileg í ljósi þess hvernig mál hafa þróast að undanförnu. Sem betur fer var hægt að bæta verulega við loðnukvótann í vikunni og stefnir nú í mjög góða loðnuvertíð þótt aflinn verði ekki eins mikill að magni til og mest hefur orðið. Verð á loðnuafurðum er hátt og því er kvótaaukningin gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúskapinn.Lánshæfismat styrkist Nú í lok ritunar þessa pistils berast þær góðu fréttir að lánshæfismatsfyrirtækin séu loksins að ranka við sér og átta sig á því að matið á Íslandi er langt undir því sem öflugir innviðir, auðlindir og framtíðarhorfur landsins gefa tilefni til. Hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður var búinn að átta sig á þessu löngu fyrr og var tilbúinn að lána Íslandi einn milljarð Bandaríkjadala strax í júnímánuði 2011 og aftur 2012. Ákvörðun Moody?s um að breyta lánshæfismati Íslands úr neikvæðum horfum í stöðugar með jákvæðri umsögn, m.a. vegna árangurs sem náðst hafi í ríkis- og efnahagsmálum hér á landi til viðbótar við niðurstöðu í Icesave-málinu, er síðbúin viðurkenning matsfyrirtækisins á því að Ísland er að rísa úr öskustó hrunsins. Lánshæfismatsfyrirtækin hafa að mati undirritaðs stórlega mislesið í aðstæður á Íslandi frá því að rykið fór aðeins að setjast eftir hrunið 2008. Þeim hefur yfirsést að undirstöðurnar á Íslandi eru til muna sterkari en víða annars staðar. Vegna þessa seinagangs lánshæfisfyrirtækjanna mætti spyrja; hverjum á að lána peninga? Þeim sem enn hafa lánstraust byggt á fornri frægð og baklægu mati á efnahagslegum styrk, eða landi sem á bjartari horfur fyrir stafni en velflest önnur vestræn og þróuð lönd? Styrkur Íslands liggur í mörgum þáttum; sterkum innviðum, við erum ung og vel menntuð þjóð, við eigum ríkulegan auðlindagrunn til að byggja á til framtíðar, fiskimið, land, orku, vatn og mikla matvælaframleiðslumöguleika. Ísland hefur margt af því sem mest mun vanta í heiminum á komandi áratugum. Meira að segja eitt best fjármagnaða lífeyriskerfi heimsins (OECD) byggt á sjóðsmyndun er hér, með hreinar eignir til greiðslu lífeyris upp á um 130% af VLF (vergri landsframleiðslu). Taki menn þessar tvær staðreyndir saman, ung þjóð og vel fjármagnað lífeyriskerfi, getum við borið höfuðið hátt í samanburði við aðrar þjóðir. Meginniðurstaðan er að Íslandi er borgið, við erum að komast fyrir vind eftir ótrúlegan ólgusjó af mannavöldum. Spurningin er aðeins hverjum við treystum fyrir framhaldinu, þeim sem stýrðu á strandstað eða hinum sem stýrðu út úr brimgarðinum aftur. Hve langt til baka man þjóðin?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun