Fái ókeypis útsendingar í RÚV Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Nefnd vill leggja fyrir Ríkisútvarpið að veita öllum framboðum til Alþingis sem kjósa útsendingartíma í sjónvarpi og tæknilega aðstoð við gerð kynningarefnis. Fréttablaðið/GVA Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis. Kosningar 2013 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis.
Kosningar 2013 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira