Öryggismál fyrirtækja – ábyrgð stjórnenda 19. febrúar 2013 06:00 Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekkert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um árabil hérlendis í vissum atvinnugreinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgangast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímuefna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu saklausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skynsemi og með langtímamarkmið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar.Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við innleiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að tilhneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sannfæra fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heilvita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggisatriða og stefnumörkunar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónarmið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hérlendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki.Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í ökutækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrirtækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi einhvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum og áratugum. Betur má þó ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekkert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um árabil hérlendis í vissum atvinnugreinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgangast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímuefna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu saklausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skynsemi og með langtímamarkmið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar.Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við innleiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að tilhneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sannfæra fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heilvita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggisatriða og stefnumörkunar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónarmið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hérlendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki.Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í ökutækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrirtækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi einhvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum og áratugum. Betur má þó ef duga skal.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun