Atvinna eykst í Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun