Inneignarnóta innanlands Pawel Bartoszek skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun